Hitler er orðinn leiður á veðrinu á Íslandi
34,400 views • 3/9/2015
Veturinn 2014-2015
| 00:00 - 00:03 | Það var að koma nýtt veðurskeyti frá Veðurstofunni. |
| 00:04 - 00:07 | Hérna fyrir sunnan mun líklega snjóa áfram og það er búist við skítaveðri á Hellisheiði. |
| 00:08 - 00:12 | Holtavörðuheiði er lokuð eins og venjulega |
| 00:12 - 00:15 | og það er ekkert útlit fyrir að hún opni í bráð. |
| 00:17 - 00:19 | Við getum þó huggað okkur við það |
| 00:19 - 00:21 | að sumardagurinn fyrsti er í apríl. |
| 00:24 - 00:26 | Herra minn... |
| 00:27 - 00:28 | sumardagurinn... |
| 00:31 - 00:33 | Sumardeginum fyrsta hefur verið frestað |
| 00:34 - 00:36 | þangað til um miðjan ágúst í fyrsta lagi. |
| 00:53 - 00:59 | Allir út sem þekkja ekki muninn á útsynningi, stinningskalda, hundslappadrífu og landnyrðingi. |
| 01:13 - 01:15 | Þetta er búinn að vera ömurlegur vetur. |
| 01:15 - 01:17 | Líklega versti vetur í áraraðir. |
| 01:18 - 01:23 | Þetta er nóg, þetta er nóg. |
| 01:25 - 01:28 | Get ei lengur haldið í mér. |
| 01:29 - 01:31 | Er þetta ekki textinn úr Frozenlaginu? |
| 01:31 - 01:34 | Ég er búinn að fá mig fullsaddann af þessu veðri. |
| 01:34 - 01:37 | Það er eins gott að þessu fari að linna |
| 01:37 - 01:40 | áður en allir hérna verða fluttir til Tenerife. |
| 01:40 - 01:42 | Herra, miðar til Tenerife seljast á uppsprengdu verði. |
| 01:42 - 01:46 | Ég skil það bara vel, það er búið að snjóa og snjóa í marga daga. |
| 01:46 - 01:48 | Herra, það kemur samt alltaf rigning inn á milli! |
| 01:48 - 01:52 | Heldurðu að ég hafi ekki orðið var við það? Búinn að vaða slabbið í margar vikur. |
| 01:53 - 01:54 | Það er gat á stígvélunum mínum |
| 01:56 - 01:57 | og ég er búinn að þurrka sokkana mína á ofni á hverjum degi. |
| 01:57 - 02:00 | Það er hrikaleg táfýla heima hjá mér! |
| 02:00 - 02:03 | Það er eins gott að veðrið fari að breytast |
| 02:04 - 02:08 | annars þarf ég að láta móður mína prjóna nýja ullarsokka á mig. |
| 02:08 - 02:13 | Svo þegar við förum út að leika okkur þá fæ ég snjó inn á mig og þið eruð alltaf að kaffæra mig |
| 02:14 - 02:16 | og troða snjó ofan í nærbuxurnar mínar. |
| 02:17 - 02:21 | Ef þessir umhleypingar hætta ekki bráðum þá yfirtökum við Veðurstofuna og breytum veðrinu til hins betra. |
| 02:27 - 02:29 | Ég myndi stjórna þessari Veðurstofu með harðri hendi |
| 02:30 - 02:36 | og alltaf hafa sól og 25 stiga hita - ís í brauðformi og kaldan á kantinum. |
| 02:41 - 02:42 | Andskotinn... |
| 02:43 - 02:47 | Maður hefði haldið að menntaðir veðurfræðingar gætu haft almennilegt veður. |
| 02:48 - 02:53 | En þeir gera ekkert nema spá skítaveðri dag eftir dag. |
| 02:54 - 02:56 | Það var alltaf þó hægt að treysta stelpunum með veðurfréttirnar á Stöð 2. |
| 02:56 - 02:59 | En svo voru þær látnar axla ábyrgð á öllu saman |
| 03:00 - 03:02 | og hafa hangið hér fyrir utan síðan þær voru reknar. |
| 03:04 - 03:07 | Þetta er allt í lagi. Þú getur fengið vinnu á ÍNN. |
| 03:14 - 03:16 | Ég held að við neyðumst til þess að kalla út Trausta. |
| 03:19 - 03:23 | Hann spáði alltaf góðu veðri þegar hann var með veðurfréttirnar. |
| 03:25 - 03:26 | Eða Pál Bergþórsson. |
| 03:31 - 03:34 | Hann myndi redda okkur góðu veðri næstu 30 árin. |
| 03:40 - 03:46 | En bara svona í lokin... Búist er við vonskuveðri frá því eftir hádegi fram á aðra nótt. |
| 03:46 - 03:49 | Skyggni verður lélegt vegna snjókomu og skafrennings. |
| 03:53 - 03:56 | Þessu veðri mun aldrei linna... |
No comments yet.


